Svona nýtir þú allt avókadóið

Avókadó er ávöxtur sem þú getur nýtt til fullnustu.
Avókadó er ávöxtur sem þú getur nýtt til fullnustu. mbl.is/colourbox

Allir avókadóunnendur þarna úti takið eftir! Ekki láta góðan ávöxt fara til spillis þó að þú klárir innihaldið – því við viljum umfram allt sporna við matarsóun og endurnýta allt sem hugsast getur.

Matarsóunar-expertinn Emilie Vanpoperinghe hefur varpað fram sex leiðum til að nýta allan avókadóávöxtinn án þess að neitt fari til spillis.

Ræktaðu avókadó

Þú getur ræktað nýja avókadóplöntu á mjög einfaldan máta. Eina sem til þarf eru þrír tannstönglar, vatnsglas og gluggakista. Stingdu tannstönglum í avókadósteininn og láttu hann hanga á glasbrúninni þannig að botninn á steininum liggi í vatninu. Stillið glasinu í birtu út í glugga.  Eftir nokkrar vikur muntu sjá stöngla byrja að vaxa og þegar stöngullinn nær 15 cm hæð skaltu klippa hann til og leyfa honum að vaxa á ný. Þegar stöngullinn nær aftur 15 cm er tími til að setja plöntuna í næringarríka mold og leyfa henni að vaxa að fullu.

Fáðu þér te

Ef smoothie er ekki að þínu skapi, þá skaltu prófa að sjóða avókadósteininn í fimm mínútur þar til hann mýkist. Skerðu hann í þunnar sneiðar og settu út í sjóðandi vatn í fimm mínútur. Síaðu vatnið og helltu því í bolla með smávegis af hunangi.

Avókadóduft

Þurrkaðu avókadósteininn inni í ofni á lágum hita í nokkra klukkutíma eða settu hann út í sólríkan glugga í 1-2 daga. Þegar steinninn hefur þornað upp, settu hann þá í matvinnsluvél. Notaðu svo duftið í smoothie eða í brauðbakstur og út á salatið þitt.

Notaðu avókadó undir blómafræ

Avókadóhýðið er fullkomið undir blómafræ. Settu mold í hýðið og ræktaðu blóm og grænmeti á náttúrulegan máta.

Settu hýðið í baðið

Viltu lúxus? Skelltu þá avókadóhýðinu út í baðið og nuddaðu það upp úr vatninu. Þannig fyllist baðkarið af næringarríkri olíu sem mun gera húðina mjúka og fína.

Svona ræktar þú þitt eigið avókadó.
Svona ræktar þú þitt eigið avókadó. mbl.is/Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert