Uppáhalds bláberja skonsurnar

Alveg geggjaðar bláberjaskonsur!
Alveg geggjaðar bláberjaskonsur! mbl.is/Diana Rattray

Fullkominn helgarbakstur með krökkunum er hér í allri sinni mynd. Sérstaklega hjá þeim sem ætla sér í berjatínslu í ár og geta því skellt í þessar mjúku skonsur með uppskerunni. Munið bara að hnoða deigið eins lítið og mögulegt er til að það haldist létt og ljúffengt þegar bakað er.

Uppáhalds bláberja skonsurnar

  • 2 bollar hveiti
  • ⅓ bolli sykur
  • 1 msk. lyftiduft
  • ½ tsk. salt
  • 5 msk. kalt smjör, skorið í litla bita
  • ⅔ bolli rjómi
  • 1 stórt egg
  • 1½ tsk. vanilludropar
  • ¾ bolli frosin bláber (ekki láta þau þiðna)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 200°C. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
  2. Blandið saman í skál, hveiti, sykur, lyftidufti og salti. Bætið smjörbitunum út í og hrærið saman – notið jafnvel fingurnar.
  3. Takið fram litla skál og pískið 2/3 af rjómanum saman við egg og vanilludropa. Hellið blöndunni út í deigið.
  4. Stráið hveiti á borðið og setjið deigið á borðið. Byrjið að raða bláberjunum á deigið og leggið það svo saman. Bætið þá við berjum og leggið aftur saman – smátt og smátt. Skiptið deiginu í 2 hluta og mótið tvo hringi (sirka 5 cm þykka).
  5. Skerið hvern hring í 8 hluta og raðið á bökunarpappírinn. Pennslið hverja skonsu með smávegis af rjóma og dreifið sykri yfir.
  6. Bakið í 11-14 mínútur eða þar til gylltar að lit.
  7. Berið fram heitar með smjöri, rjómaosti eða bláberjasultu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert