Fæstir geta giskað á hvað þetta er

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hafsteinn Ólafsson, sem af mörgum er talinn einn besti kokkur Íslands – enda hampaði hann titlinum Kokkur Íslands 2017, deilir hér með okkur gómsætri og mjög svo óvenjulegri uppskrift. Hafsteinn er jafnframt dómari í hinni stórskemmtilegu uppskriftakeppni Nettó og Matarvefjarins sem er að slá í gegn meðal lesenda. Frestur til að senda inn uppskriftir er til og með 20. febrúar og það verður spennandi að sjá hvaða þrjár uppskriftir verða fyrir valinu.

Hér er Hafsteinn fremur flippaður að margra mati enda er þetta blómkál! Nú verða margir sjálfsagt hissa en þetta er algjörlega frábær réttur. Bæði fáránlega bragðgóður og hinn fullkomni milliréttur eða meðlæti í matarboðið.

Bakað blómkál

  • 1 blómkálshaus

Hitið ofn í 190°C. Sjóðið blómkálið í 6 mín. Bragðbætið með kryddblöndunni og bakið í 15 mín. eða þar til blómkálið er orðið gullinbrúnt. Berið blómkálið fram með jógúrtsósu, granateplum og ristuðum möndluflögum.

Kryddblanda:

  • 1 msk. salt
  • 1/2 msk. sykur
  • 1/2 msk. malað cumen
  • 1 tsk. ristuð og möluð kóríanderfræ

Blandið öllu saman.

Jógúrtsósa:

  • 200 g grísk jógúrt
  • 30 g cumen
  • 50 g tahini
  • salt
  • pipar
  • sítrónusafi

Blandið jógúrt, tahini og kummin saman og smakkað til með salti, pipar, og sítrónu.

Granatepla-vinagrette:

  • 1 stk. granatepli
  • 1 stk. appelsína
  • 50 ml ólífuolía
  • 25 ml eplaedik
  • salt
  • hunang
  • ristaðar möndlur

Opnið granateplið og takið fræin úr. Bætið appelsínusafa og berki saman við og bætið því næst olíunni og edikinu út í. Smakkið til með salti og hunangi.

Hafsteinn Ólafsson.
Hafsteinn Ólafsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert