Myntu- og lárperuíspinnar

Hollir og ferskir íspinnar.
Hollir og ferskir íspinnar. mbl.is / Tobba Marinós

Þessir fagurgrænu íspinnar eru hollir og fljótlegir í gerð.  Íspinnar eru nefnilega tilvalin leið til að fá börn til að borða hollt hráefni á borð við lárperu.


1 væn og vel þroskuð lárpera
2 dl kókosrjómi eða venjulegur rjómi
1 dl fersk mynta
½ tsk. límónusafi
2 dl frosið mangó eða einn vel þroskaður banani
1-2 msk. hunang eftir smekk

Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið uns silkimjúkt. Hellið blöndunni í íspinnamót og frystið yfir nótt. Ef skreyta á pinnana með myntu er gott að bleyta myntublað og raða þeim inn í íspinnamótið áður en blöndunni er hellt í mótið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert