Sverðaglamur á Kjalarnesi

INNLENT  | 20. apríl | 13:40 
Það var boðið upp á sverðaglamur og þjóðlegan fjölskylduharmleik við Esjuberg á Kjalarnesi í morgun þar sem skólabörn settu upp útileikhús við útialtarið sem þar rís. Krakkarnir settu upp leikverk sem unnið var upp úr Kjalnesingasögu, þar sem kristnir menn og heiðnir takast á.

Það var boðið upp á sverðaglamur og þjóðlegan fjölskylduharmleik við Esjuberg á Kjalarnesi í morgun þar sem skólabörn settu upp útileikhús við útialtarið sem þar rís. Krakkarnir settu upp leikverk sem unnið var upp úr Kjalnesingasögu, þar sem kristnir menn og heiðnir takast á.

Viðburðurinn er var hluti af Barnamenningarhátíð og nefnist verkið „Verur, vættir og menn, átök og ævintýri“  þar sem fjallað er um keltneska arfleifð á svæðinu við Esjuberg. 

Altarið á Esjubergi er minnisvarði um kirkju Örlygs Hrappssonar, sem talin er hafa staðið á Esjubergi fyrir kristnitöku um árið 900. Er hún fyrsta kirkja á Íslandi sem getið er í heimildum. Samkvæmt Landnámu kom Örlygur frá Suðureyjum við Skotland, en settist síðar að á Kjalarnesi. Kjalarnes hefur því verið sagt vagga keltneskrar kristni á Íslandi.

Þættir