Viltu öðlast fjárhagslegt frelsi? Þetta gæti verið leiðin fyrir þig

Ef þú ert að leitast eftir því að greiða hraðar niður skuldir og hafa meira af peningum milli handanna, þá viltu ekki missa af þessum þætti. Það er áskorun að stjórna skuldum og í myndskeiðinu hér að ofan fer Tinna Bryde, fjármálasnillingur hjá Aurbjörgu, yfir tvær öflugar aðferðir til að greiða niður skuldir: snjóboltaaðferðina og snjóflóðaaðferðina.

Báðar aðferðir hafa sína kosti. Snjóboltaaðferðin býður upp á sjáanlega hvatningu þar sem þú eyðir fljótt smærri skuldum. Snjóflóðaaðferðin sparar þér meiri peninga til lengri tíma litið með því að takast á við hávaxtaskuldir fyrst.

Markmið okkar hjá Aurbjörgu er að veita einstaklingum aðgang að fjármálaupplýsingum sínum á einum stað. Fjármálaupplýsingar einstaklinga eru á mörgum stöðum eins og hjá bönkum, tryggingafélögum, lífeyrissjóðum o.s.frv. sem veldur ruglingi og gerir það erfitt að fá skýra yfirsýn yfir fjárhagsstöðuna.

Aurbjörg gerir einstaklingum kleift að setja inn upplýsingar um eignir, skuldir, tekjur og gjöld, og bera saman við markaðskjör sem bjóðast nú. Að sögn Tinnu hefur Aurbjörg safnað saman upplýsingum um kjör þjónustuveitenda, s.s. frá bönkum, lífeyrissjóðum, raforkusölum og fleirum og við getum því sýnt einstaklingum hvort þeir séu að borga meira en þeir þurfa. Með því að vera vel vakandi fyrir kjörum sem bjóðast á markaði hverju sinni er hægt að spara mikla fjármuni, ekki bara út frá lánum heldur einnig föstum útgjöldum enda um margt að velja og þjónustuveitendur eru ekki að bjóða sömu kjör.

Tinna hvetur alla til að gefa sér tíma þegar kemur að fjármálum. Ekki sætta þig við að borga meira en nauðsynlegt er og skoðaðu hvar er að finna bestu lánakjör, skoðaðu föstu útgjöldin og biddu reglulega um tryggingatilboð, það getur leitt til verulegs sparnaðar. Við höfum hjálpað einstaklingum að lækka þennan kostnað verulega og spara sér mikla fjármuni sem kemur sér vel á tímum sem þessum. Áskrift að Aurbjörgu er leið til að hafa meira á milli handanna og tryggja þér hagkvæmustu kjörin á hverjum tíma.

Aur­björg aðstoðar þig við að taka skyn­sam­legri ákv­arðanir í fjár­mál­um og öðlast skýr­ari yf­ir­sýn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert