Spursmál: Jón Gnarr svarar krefjandi spurningum

Frosti Logason, Jón Gnarr og Sanna Magdalena Mörtudóttir eru gestir …
Frosti Logason, Jón Gnarr og Sanna Magdalena Mörtudóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Jón Gnarr forsetaframbjóðandi sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.

Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag en upptakan er öllum aðgengileg og má nálgast í spilaranum hér að neðan, á Spotify og Youtube.

Krafinn svara

Í þættinum var Jóni gert að svara krefjandi spurningum er varða fortíð hans og bakgrunns sem einn vinsælasti grínisti landsins í samhengi við framboð hans til embættis forseta Íslands.

Einnig var knúið á um svör hvers konar hugsjónir Jón hefur á forsetaembættinu og með hvaða hætti hann kemur til með að beita sér í því verði hann kjörinn.

Farið yfir fjölbreytta fréttaviku

Fjölbreytt fréttavika er senn á enda. Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins mættu í settið til að fara yfir stærstu fréttamálin sem upp komu í vikunni.

Ber þar helst að nefna Kveiks hneykslið svo­kallaða þegar upp kom að frétta­skýr­ing Maríu Sigrún­ar Hilm­ars­dótt­ur fjöl­miðlakonu var tek­in af dag­skrá. Í frétta­skýr­ing­unni var fjallað ít­ar­lega um um­deilda samn­inga borg­ar­inn­ar við olíu­fé­lög­in um bens­ín­stöðvalóðir inn­an borg­ar­lands­ins.

Þá kom ákvörðun pen­inga­stefnu­nefnd­ar mörg­um í opna skjöldu á dög­un­um með ákvörðun sinni um að halda stýri­vöxt­um óbreytt­um. Vill svo til að al­menn­ing­ur er hætt­ur að botna í stöðunni.

Þetta og meira til var til umræðu í Spursmálum í dag.

Fylgstu með upplýsandi og líflegri umræðu í Spursmálum hér á mbl.is alla föstudaga klukkan 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert