Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um tæp þrjú þúsund

Ríkisborgurum frá Úkraínu og Palestínu heldur áfram að fjölga.
Ríkisborgurum frá Úkraínu og Palestínu heldur áfram að fjölga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 2.898 manns, um 3,9%, síðustu fimm mánuði. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um aðeins 550 manns, eða um 0,2%.

Þjóðskrá greinir frá þessu í tilkynningu en alls voru 77.321 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu á Íslandi þann 1. maí.

Tæplega fimm hundruð Úkraínumenn

Ríkisborgurum frá Úkraínu og Palestínu heldur áfram að fjölga. Úkraínskum ríkisborgurum fjölgaði um 476 eða 12,1% og ríkisborgurum frá Palestínu fjölgaði um 144 eða 26,8%. 

Pólskum ríkisborgurum fjölgaði um 334 og eru nú 25.946 pólskir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert