Sló frá sér eftir að hafa verið staðinn að hnupli

Fyrir utan Krónuna í Skeifunni í dag eftir útkall lögreglu.
Fyrir utan Krónuna í Skeifunni í dag eftir útkall lögreglu. mbl.is

Maðurinn sem sló til starfsmanns Krónunnar í dag og neitaði að yfirgefa húsnæði verslunarinnar í Skeifunni var staðinn að búðarhnupli.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu situr maðurinn í gæsluvarðhaldi og bíður þess að vera yfirheyrður. 

Ekki vitað hvað honum gekk til

Maðurinn ku hafa verið allsgáður en á þessum tímapunkti er ekki vitað hvað honum gekk til með hátterni sínu. Lögregla handtók manninn á staðnum. Hafði hann þá neitað að yfirgefa verslunina. 

„Þetta snérist um búðarhnupl og starfsmenn höfðu afskipti af honum. Hann ræðst síðan á starfsmann og bíður þess að vera yfirheyrður vegna þessa máls,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert