Góð kjörsókn í Vesturbyggð og Tálknafirði

Páll Vilhjálmsson og Friðbjörg Matthíasdóttir.
Páll Vilhjálmsson og Friðbjörg Matthíasdóttir. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Gengið var til sveitarstjórnarkosninga í nýsameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðar í dag. 

1.001 eru á kjörskrá í sveitarfélaginu og klukkan 17.30 höfðu verið talin 56,2% atkvæða á Patreksfirði, 73,9% á Tálknafirði, 61,9% á Bíldudal, 89,8% á Barðaströnd.

Tveir listar bjóða fram í kosningunum. Það eru D-listi Sjálfstæðisflokksins og óháðra og N-listi Nýrrar sýnar. Friðbjörg Matthíasdóttir fer fyrir lista Sjálfstæðisflokks og óháðra og Páll Vilhjálmsson fyrir N-lista Nýrrar sýnar. 

Allir íbúar hvers svæðis eru einnig í fram­boði til heima­stjórnar og kýs hver íbúi einn einstak­ling á því svæði sem hann býr. Þrettán hafa boðið sig fram í sveitarfélögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert