12,5 milljónir söfnuðust fyrir Grindvíkinga

Í lok hljómleikanna var Grindvíkingum afhent ávísunin.
Í lok hljómleikanna var Grindvíkingum afhent ávísunin. Ljósmynd/Aðsend

Alls söfnuðust 12,5 milljónir króna fyrir Grindvíkinga á styrktartónleikum Eyjamanna, Heim á ný, sem haldnir voru í Höllinni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. 

Tónlistarfólk úr Eyjum söng og spilaði fyrir fullum sal af fólki og í lok hljómleikana voru Grindvíkingum afhent ávísun með styrktarfénu. 

Meðal þeirra sem komu fram voru Júníus Meyvant og Matti Matt. 

Júníus Meyvant var á meðal þeirra sem komu fram.
Júníus Meyvant var á meðal þeirra sem komu fram. Ljósmynd/Aðsend
Tónlistarfólk spilaði fyrir fullum sal.
Tónlistarfólk spilaði fyrir fullum sal. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert