Þrír tilnefndir til alþjóðlegra jafnréttisverðlauna

Valnefndin tilkynnti um tilnefningarnar á blaðamannafundi í Alþingishúsinu.
Valnefndin tilkynnti um tilnefningarnar á blaðamannafundi í Alþingishúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Feminoteka Foundation í Póllandi, Irida Women's Center í Grikklandi og Pascuala López López frá Mexico eru tilnefnd til alþjóðlegra jafnréttisverðlauna í nafni Vigdísar Finnbogadóttur.

Um er að ræða verðlaun á einstakling eða samtök sem stuðla að eða styðja með framúrskarandi hætti við valdeflingu kvenna. Hvort sem um er að ræða aðgerðir sem stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnari samfélagsþátttöku kvenna eða aðgerðir sem vekja athygli á ójafnri stöðu kvenna og hvetja til úrbóta.

Theodoros Rousopoulos, forseti Evrópuráðsþingsins, Iris Luarasi frá Albaníu, Finnborg Salome …
Theodoros Rousopoulos, forseti Evrópuráðsþingsins, Iris Luarasi frá Albaníu, Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Sanam Naraghi Anderlini frá Íran. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veita verðlaunin í Strassborg í sumar 

Verðlaunin voru stofnuð í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík síðastliðið vor og nefnd í höfuðið á Frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrv. forseta Íslands, og fyrstu konunni sem var kjörin þjóðarleiðtogi.

Alls bárust 125 tilnefningar til og kom það í hlut valnefndar á vegum Evrópuráðsins að velja þrjá úr þeirra hópi, en að verðlaununum standa Evrópuráðsþingið og ríkisstjórn Íslands. Var valnefndin skipuð þremur fulltrúum úr Evrópuráði og þremur fulltrúum frá íslenskum stjórnvöldum.

Verðlaunaféð er 60.000 evrur, eða um níu milljónir íslenskra króna, og verða verðlaunin veitt í fyrsta skiptið í Strassborg í Frakklandi þann 24.júní.

Theodoros Rousopoulos, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Finnborg Salome.
Theodoros Rousopoulos, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Finnborg Salome. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrír tilnefndir til verðlaunanna

Feminoteka Foundation eru samtök í Póllandi sem styðja við konur sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Samtökin reka hjálparsíma fyrir konur í slíkri aðstöðu, þangað sem konurnar geta hringt og fengið bæði lagalegan og sálrænan stuðning, svo eitthvað sé nefnd. 

Irida Women's Center er kvennamiðstöð í Grikklandi sem vinnur að því að aðstoða konur sem búa við fátækt, félagslega einangrun og kynbundið ofbeldi. Samtökin hófu starfsemi súna árið 2016 og hafa veitt neyðarstuðning og skapað öruggt rými fyrir konur og börn frá yfir 50 löndum. 

Pascuala López López er mannréttindavörður frá Ejido Cuxtitali El Pinar í Mexíkó. Í kjölfar þess að sonur hennar var myrtur hefur hún unnið að því að umbreyta lífi frumbyggja kvenna og tryggja jafnan aðgang að réttlæti og pólitískri þátttöku. Starf hennar hefur þó verið í hættu vegna aðgerða vopnaðs hóps sem starfar í bænum hennar. 

Rósa Björk, Sanam Naraghi Anderlini og Iris Luarasi.
Rósa Björk, Sanam Naraghi Anderlini og Iris Luarasi. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert