Næsta skref að móta farsældarsvæði um landið

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mótuð verða farsældarsvæði allt í kringum landið til að tengja saman ólíka einstaklinga úr hverju og einu landsvæði með það að markmiði að ræða farsæld barna, rýna í tölfræði og vinna áætlanir um það hvernig megi ná aukum árangri í farsæld barna. 

Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, sem opnaði mælaborð farsældar barna á kynningu mælaborðsins.

Um er að ræða verkfæri sem byggir á sömu grunnstoðum og farsældarlögin og er hannað er til að styðja við innleiðingu farsældarlaganna og innleiða gagna­drifna stefnu­mót­un hvað hag barna varðar.

Næsta skref að ná betra samtali og samvinnu milli landshluta

„Með auknu samstarfi og aukinni samvinnu er að skapast betri grunnur til að ná utan um farsæld barna og stíga fyrr inn í,“ sagði Ásmundur sem fór yfir farin veg í innleiðingu farsældarlaganna áður en hann kynnti næstu skref er varða tölfræðilega hluta og gögn. 

„Hvernig getum við nýtt í auknu mæli tölfræði og gögn í ákvarðanaröku þegar kemur að málefnum barna. Hvernig getum við tekið betri ákvarðanir. Samfélagið ríki sveitarfélög, stofnanir, félagasamtök, einstaka aðilar innan allra þessara þátta og hvernig getum við betur mælt árangur aðgerða sem að við erum að ráðast í hverju sinni.“

Hvað næstu skref varðar sagði Ásmundur hluta af þeim vera að móta farsældarsvæði um allt land til að tengja saman ólíka aðila milli landshluta með það að markmiði að ná betri árangri á grunni samvinnu á hverju og einu svæði, setja fjármagn inn í þá þætti og mæla síðan árangur til skemmri og lengri tíma. 

Heiða Björg Hilm­ars­dótt­ir, fundarstjóri fundarins og formaður Sam­bands Íslenskra Sveit­ar­fé­laga.
Heiða Björg Hilm­ars­dótt­ir, fundarstjóri fundarins og formaður Sam­bands Íslenskra Sveit­ar­fé­laga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Öryggi og vernd skipti máli til að ná árangri í menntakerfinu 

Eins og fram kemur hér að ofan byggir mælaborðið á sömu fimm grunnstoðum og farsældarlögin. Eru þetta mennt­un, heilsa og vellíðan, ör­yggi og vernd, lífs­gæði og fé­lags­leg staða, þátt­taka og fé­lags­leg tengsl.

„Öll þessi atriði skipta gríðarlega miklu máli til þess að börn geti orðið farsælir einstaklingar síðar meir,“ sagði Ásmundur og bætti við:   

„Einstaklingur sem ekki býr við öryggi og vernd er ólíklegur til þess að ná miklum árangri í menntakerfinu. Menntakerfið getur síðan haft áhrif á það hvort að einstaklingur getur byggt sér upp lífsgæði og félagslega stöðu.“

Fundurinn var boðaður til kynningar á til kynn­ing­ar á mæla­borði …
Fundurinn var boðaður til kynningar á til kynn­ing­ar á mæla­borði far­sæld­ar barna. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert