Kaupa 100 nýja grenndargáma til að safna textíl

Hingað til hafa mannúðarsamtök safnað textíl á höfuðborgarsvæðinu, ýmist á …
Hingað til hafa mannúðarsamtök safnað textíl á höfuðborgarsvæðinu, ýmist á grenndarstöðvum eða öðrum svæðum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Sorpa þarf að kaupa um 100 nýja grenndargáma til að geta tekið við söfnun á textíl á grenndarstöðvum hinn 1. júní næstkomandi.

Kostnaður við kaup á gámum nemur um 16 milljónum króna. Auk þess þarf að kaupa sérhæfða pressu til að pakka textíl í gáma til útflutnings og kostar hún um 15 milljónir króna. Þá þarf að kaupa skynjara á um tvær milljónir króna. Alls nemur kostnaður við þessa innleiðingu um 33 milljónum króna auk virðisaukaskatts.

Eftir breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs á síðasta ári bera sveitarfélög ábyrgð á söfnun og meðhöndlun á textíl. Hingað til hafa mannúðarsamtök safnað textíl á höfuðborgarsvæðinu, ýmist á grenndarstöðvum eða öðrum svæðum.

Áætlað er að um 2.100 tonn af textíl falli til á höfuðborgarsvæðinu í ár, að því er fram hefur komið í kynningu í stjórn Sorpu. Með því að taka við umræddri söfnun er stefnan að Sorpa geti aukið aðgengi ýmissa aðila á borð við listaháskóla, nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla að textíl. „Samhliða því mun Sorpa hefja útflutning á textíl til ábyrgrar afsetningar hjá erlendum samstarfsaðilum,“ segir í kynningunni.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert