„Miklar meiningar, mikil spenna, mikill eldur“

Bjarkey Olsen og Svandís Svavarsdóttir í matvælaráðuneytinu.
Bjarkey Olsen og Svandís Svavarsdóttir í matvælaráðuneytinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir, sem afhenti Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur lyklana að matvælaráðuneytinu í morgun, sagði við tilefnið að sér þætti einstaklega vænt um ráðuneytið.

„Matvælaráðuneytið varð til fyrir rúmlega tveimur árum og er viðfangsefni sem mér er mjög kært. Í þessu ráðuneyti er verið að takast á við mjög spennandi verkefni, lykilatvinnugreinar þjóðarinnar og það eru miklar meiningar, mikil spenna, mikill eldur í hjörtunum úti um allt land,” sagði Svandís og nefndi að hún væri mjög ánægð með komu Bjarkeyjar í ráðuneytið.

Svandís Svavarsdóttir í matvælaráðuneytinu í morgun.
Svandís Svavarsdóttir í matvælaráðuneytinu í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís sagði mörg spennandi verkefni vera fram undan í ráðuneytinu og nefndi sérstaklega nýja löggjöf um lagareldi, sem mun vera tilbúið til framsögu á Alþingi.

„Mér er sagt að það sé tilbúið fyrir þig að flytja framsögu niðri í þingi þegar þú ert tilbúin, því að það skiptir máli að halda dampi í því máli. Annars er bara frábært að fá nýtt blóð inn í ríkisstjórnina og það gleður mig sérstaklega að það skuli vera mín góða vinkona Bjarkey,” greindi Svandís frá.

Lyklarnir afhentir.
Lyklarnir afhentir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert