Stendur við ákvörðunina

Jón Gnarr greindi frá framboði sínu í síðustu viku.
Jón Gnarr greindi frá framboði sínu í síðustu viku.

„Það eru engar breytingar,“ segir Jón Gnarr, grínisti og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri með meiru, spurður hvort framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hafi áhrif á forsetaframboð hans. 

„Ég er búinn að taka ákvörðun og við það verður staðið,“ segir Jón.

Baldur Þórhallsson og Helga Þórisdóttir hafa einnig staðfest við mbl.is að framboð Katrínar hafi ekki áhrif á þeirra framboð.

Jakob Frímann Magnússon, sem var að íhuga framboð, hefur aftur á móti dregið framboð sitt til baka í ljósi framboðs Katrínar. 

Bara vatnshræddur

Óttastu ekkert hennar framboð?

„Nei, ég óttast ekkert – að minnsta kosti í þessari deild,“ segir hann en bætir þó við að hann sé vatnshræddur.

Jón segist að lokum hlakka til kosningabaráttunnar, „þetta verður svaka „show“.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert