„Þú vilt ekkert fá þetta í þínar vistarverur“

Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir er í samstarfi við Háskóla Íslands og kallar til sérfræðinga í hvert sinn sem útkall kemur vegna húsamaura sem einnig eru nefndir klóakmaurar.

Talið er að ofurmaurabú sé undir höfuðborgarsvæðinu og eru vísindamenn að rannsaka það.

Helgast það af því að einungis ein tegund maura fyrirfinnst á höfuðborgarsvæðinu og hefur því fengið tækifæri til að fjölga sér af miklum móð.

Steinar Smári Guðbergsson ræddi við Dagmál mbl.is um meindýr í …
Steinar Smári Guðbergsson ræddi við Dagmál mbl.is um meindýr í umhverfinu. Samsett mynd/Aðsend/Vísindavefurinn

Hafa verið í klóakinu

Steinar segist fara í um þrjú til fjögur útköll að meðaltali á mánuði vegna maura.

„Þú vilt ekkert fá þetta í þínar vistarverur því þeir hafa verið í klóakinu,“ segir Steinar.

Þá geta þeir einnig bitið. „Það eru dæmi um að húsamaurar eða klóakmaurar séu að bíta en það er sjaldgæft.“

Horfa/hlusta á þáttinn í heild sinni:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert