Lóan er komin

Lóan er komin. Mynd úr safni.
Lóan er komin. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lóan er komin til landsins að kveða burt snjóinn af gömlum sið. Þetta staðfestir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur í samtali við mbl.is.

Til fuglsins sást í Garðinum í Suðurnesjabæ í dag en koma lóunnar er heldur í fyrra fallinu miðað við önnun ár, að mati Jóhanns Óla.

„Maður er farinn að reikna með henni kannski síðustu vikuna í mars, en hún er eiginlega brostin á,“ segir Jóhann Óli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert