Vakta Bárðarbungu, Öskju og Reykjanesskaga

Það er í mörg horn að líta.
Það er í mörg horn að líta. Kort/map.is

Jarðskjálftafræðingar og Veðurstofa Íslands fylgjast vel með Bárðarbungu, Öskju og Reykjanesskaga um þessar mundir.

Tveir skjálftar yfir 3 að stærð mældust í Bárðarbungu um áttaleytið í gærkvöldi. Jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli hófst í gær og hafa um 2.200 skjálftar mælst.

Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur og vísindamaður við Háskóla Íslands, segir mögulegt að óbein tengsl séu þarna á milli.

Bárðarbunga líka að rísa

„Ekki bein tengsl en kannski óbein, vegna þess að Bárðarbunga er eldstöð og hún er líka að rísa eins og svæðið undir Fagradalsfjalli. Þannig að skjálftavirknin stafar kannski af svipuðum toga en við vitum ekki hvað gerist. Við erum líka að fylgjast með Bárðarbungu,“ segir Bryndís.

„Árið 2014 varð mikið gos sem kom undan Bárðarbungu og við höfum sett fleiri mæla á Bárðarbungu, en við sjáum ekki nein gögn úr þeim fyrr en við tökum þá. Þeir eru ekki að senda gögn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert