Vill frumvarp um LÍN á dagskrá

Stúdentaráð Háskólans á Akureyri.
Stúdentaráð Háskólans á Akureyri. Ljósmynd/Aðsend

Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri, FSHA, krefst þess að forseti Alþingis setji frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra á dagskrá þingsins fyrir sumarhlé til þess að hægt verði að koma málinu í lýðræðislegt umsagnarferli í þingnefndum yfir sumarið.

„Um er að ræða viðamikið frumvarp og því er ótækt að formlegu samráðsferli við stúdenta og aðra hagsmunaaðila verði frestað fram yfir sumarhlé Alþingis,“ segir í ályktun frá félaginu.

„Íslenskir stúdentar hafa lengi kallað eftir því að horft verði til Norðurlanda þegar kemur að stuðningi til náms hér á landi. Ljóst er að frumvarpið felur í sér mikilvæg og jákvæð skref í þá átt, þó að FSHA áskilji sér allan rétt til að koma að frekari athugasemdum um einstök atriði frumvarpsins síðar. Málið varðar framtíðarhagsmuni íslenskra stúdenta og því skorar FSHA á þingmenn að verða við þessari ósk,“ segir einnig í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert