Dæmd fyrir að hrækja á lögreglumann

Skjáskot úr myndbandinu. Lögreglumaðurinn togar harkalega í konuna.
Skjáskot úr myndbandinu. Lögreglumaðurinn togar harkalega í konuna.

Konan sem handtekin var harkalega á Laugavegi 7. júlí síðastliðinn var í dag dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrækja á lögreglumanninn sem handtók hana. Handtakan leiddi til þess að lögreglumaðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi.

Konan játaði skýlaust brot sitt en hún hefur ekki áður gerst sek um brot svo kunnugt sé.

Í dóminum segir að dómstólar líti það alvarlegum augum þegar brotið sé gegn valdsstjórninni. Þá segir að atvikin sem áttu sér stað eftir að konan hrækti á lögreglumanninn, þ.e. handtakan, hafi ekki áhrif við ákvörðun refsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert