Fær reikninga án útskýringa

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/Golli

Viðskiptavinur Landsbankans fullyrðir að bankinn hafi frá því fyrir áramót sent sér reikninga vegna bílaláns án þess að með fylgi skýringar á eftirstöðvum lánsins.

Reikningarnir hafi byrjað að berast eftir að bankinn bað dómara í fyrrahaust að fella niður mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna bílaláns sem viðskiptavinurinn tók 2007.

Viðskiptavinurinn rakti forsögu málsins í trausti nafnleyndar og veitti aðgang að gögnum málsins, sem um er fjallað í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Ekki tekið tillit til dóma Hæstaréttar

Maðurinn tók myntkörfulán árið 2007 vegna bílakaupa. Lánið var tekið hjá Sjóvá-Fjármögnun sem síðar varð að Avant. Rann Avant inn í Landsbankann í október 2011.

Eftir að Hæstiréttur kvað upp umtalaða gengisdóma um sumarið 2010 sendi viðskiptavinurinn Avant bréf og lýsti yfir þeim skilningi sínum að hann hefði greitt upp lánið.

Skömmu áður en Avant rann í Landsbankann í október 2011 hafi viðkomandi verið gert að skila bílnum og greiða hærri upphæð en sem svaraði upphaflega láninu.

Viðkomandi mótmælti því og fékk þá endurútreikning frá fulltrúa lögmannsstofu bankans. Bar viðskiptavinurinn brigður á þann útreikning, enda tækju þeir ekki tillit til dóma Hæstaréttar. Tók þá við dómsmál sem lögmaður bankans féll loks frá. Síðan komu óútskýrðir reikningar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert