Kæra til héraðsdóms

Hagsmunasamtök heimilanna
Hagsmunasamtök heimilanna heimilin.is

Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa kært til héraðsdóms frávísun sýslumannsins í Reykjavík á lögbannskröfu samtakanna gegn innheimtu Lýsingar á ólögmætum áður gengistryggðum lánum, þar til nýir og lögmætir endurútreikningar verði sendir út í samræmi við dóma Hæstaréttar, samkvæmt því sem kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilianna.

„Lögbannskrafan var sett fram á grundvelli heimildar samtakanna til að leita lögbanns til verndar heildarhagsmunum neytenda samkvæmt lögum nr. 141/2001 og auglýsingu nr. 1320/2011.

Sýslumaður vísaði málinu frá á þeirri forsendu að hagsmunir neytenda séu í þessu tilviki nægilega tryggðir með lögum um refsingu og skaðabætur.

Hagsmunasamtök heimilanna er ósátt við þessa afgreiðslu sýslumanns og telja að skaðabótaréttur komi málinu lítið sem ekkert við. Þær upphæðir sem fram koma á útsendum greiðsluseðlum eru nær undantekningalaust of háar og hafa margir lántakendur líklega nú þegar greitt upp lán sín í raun og veru,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu frá HH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert