Skotárásarmáli frestað til morguns

Sakborningur kemur fyrir dóminn.
Sakborningur kemur fyrir dóminn. mbl.is/Sigurgeir

Dómari í skotárásarmálinu hefur frestað aðalmeðferð til morguns þar sem ekki hefur tekist að hafa upp á vitni sem gefa á skýrslu fyrir dómi. Um er að ræða mikilvægt vitni í málinu sem var á vettvangi skotárásarinnar.

Lögregla leitar nú vitnisins og finnist hann í dag er heimild til að halda manninum í sólarhring. Finnist hann ekki þarf hins vegar að fresta málinu frekar.

Upphaflega átti vitnið að mæta í gær en lét ekki sjá sig, gefin var út skrifleg kvaðning og vitninu afhent hún síðdegis í gær. Engu að síður var það ekki sjáanlegt í morgun.

Aðalmeðferðin í málinu hófst í gær og stendur til að ljúka henni í dag. Um er að ræða þrjá menn, Axel Már Smith, Kristján Halldór Jensson og Tómas Pálsson Eyþórsson, sem allir eru ákærðir fyrir tilraun til manndráps með því að hafa að kvöldi föstudagsins 18. nóvember 2011 farið saman á bifreið á bifreiðastæði við bifreiðasöluna Höfðahöllina að Tangarbryggju 14 í Reykjavík, þar sem þeir höfðu mælt sér mót við umrætt vitni vegna ágreinings um fjárskuld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert