Ákærður fyrir tilraun til manndráps

Skotárásarmenn mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur.
Skotárásarmenn mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur. mbl.is/Sigurgeir

Ríkissaksóknari hefur ákært þrjá fyrir skotárás í Bryggjuhverfi þann 18. nóvember. Einn þeirra er ákærður fyrir tilraun til manndráps en hinir tveir fyrir hlutdeild í tilraun til manndráps.

Mönnunum hefur öllum verið birt ákæra í málinu og fer þingfesting í málinu fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag klukkan 11:30.

Fram hefur komið að einn mannanna játaði við yfirheyrslur að hafa staðið að skotárásinni ásamt hinum mönnunum tveimur.

Í greinargerð lögreglu kemur fram að um lífshættulega skotárás hafi verið að ræða, sem hafi augljóslega verið liður í uppgjöri tveggja manna vegna fíkniefna. Að mati lögreglu sé hér um að ræða afbrot sem framið hafi verið með skipulögðum og verkskiptum hætti af hópi manna sem kenni sig við tiltekin glæpasamtök.

Fram hefur komið að mennirnir tengist vélhjólaklúbbnum Outlaws.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert