Áfram í varðhaldi vegna skotárásar

Tveir menn sem grunaðir eru um skotárás í Bryggjuhverfi í Reykjavík 18. nóvember sl. voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. febrúar.

Lögregla telur að skotárásin hafi verið lífshættuleg og flest bendi til að hún hafi verið liður í uppgjöri tveggja manna vegna fíkniefna. Lögregla telur að um sé að ræða afbrot sem framið hafi verið með skipulögðum og verkskiptum hætti af hópi manna sem kenni sig við tiltekin glæpasamtök, þ.e. vélhjólasamtökin Outlaws.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert