Síminn á vettvangi skotárásar

Mennirnir eru grunaðir um að hafa skotið á bíl í …
Mennirnir eru grunaðir um að hafa skotið á bíl í austurborginni þann 18. nóvember sl. mbl.is/Árni Sæberg

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um aðild að skotárás í Bryggjuhverfinu í Reykjavík 18. nóvember sl. Í gögnum málsins liggur fyrir að sími mannsins var á vettvangi skotárásarinnar á þeirri stundu sem hún átti sér stað.

Í greinargerð lögreglu segir að til rannsóknar sé afar alvarlegt afbrot, þ.e. lífshættuleg skotárás, sem hafi augljóslega verið liður í uppgjöri tveggja manna vegna fíkniefna. Að mati lögreglu er um að ræða afbrot sem framið hafi verið með skipulögðum og verkskiptum hætti af hópi manna sem kenni sig við tiltekin glæpasamtök.

Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 19. janúar nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert