Áfram í gæslu vegna skotárásar

Mennirnir eru grunaðir um að hafa skotið á bíl í …
Mennirnir eru grunaðir um að hafa skotið á bíl í austurborginni þann 18. nóvember sl. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir karlar hafa á grundvelli almannahagsmuna verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skotárás í austurborginni föstudaginn 18. nóvember sl.

Einum til viðbótar hafði þegar verið gert að sitja áfram í gæsluvarðhaldi til 13. janúar, einnig á grundvelli almannahagsmuna. 

Mennirnir, sem eru allir félagar í mótorhjólafélaginu Outlaws, eru grunaðir um að hafa skotið tvisvar úr haglabyssu á bíl á Sævarhöfða í Reykjavík að kvöldi 18. nóvember.

Meðal annars hefur komið fram að tveir mannanna fóru upp í Borgarfjörð morguninn eftir skotárásina og földu sig þar á sveitabæ. Meðal gagna í málinu eru myndir úr myndvélakerfi Hvalfjarðaganga, um kl. 9 þennan morgun, sem sýni mennina í bílnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert