Mótmælin hafa ekki áhrif á Kardemommubæinn

mbl.is/Júlíus

Blaðamaður mbl.is rakst á Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra fyrir utan Þjóðleikhúsið í kvöld, en Tinna var komin til að líta eftir húsinu. Verið er að æfa Kardemommubæinn á stóra sviðinu í kvöld á sama tíma og fjöldi mótmælenda er fyrir utan húsið. Leikhópurinn hefur lítið orðið var við hamaganginn fyrir utan.

Hvorki eggjum né málningu hefur verið skvett á húsið. Lögreglan heldur sig enn til hlés, en gífurlegt fjölmenni er nú við bæði Þjóðmenningarhúsið og Þjóðleikhúsið.

Þá er búið að draga þrjá fána að húni við Þjóðmenningarhúsið. Tveir eru svartir og sá þriðji er með mynd af hamar og sigð.

Mótmælendur hafa skotið upp flugeldum og framkalla mikinn hávaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert