Sprunga í gegnum götu

Haukur Michelsen múrarameistari bendir á rifu sem kom í malbikið …
Haukur Michelsen múrarameistari bendir á rifu sem kom í malbikið framan við heimili hans í Heiðarbrún mbl.is/Guðmundur Karl

 „Sem betur fer var ég ekki heima þegar þetta gekk yfir en var í kaffi hjá bróður mínum hér ofar í bænum. Ég hefði ekki viljað vera staddur inni í eldhúsi heima, eins og aðkoman var,“ segir Haukur Michelsen múrarameistari í Heiðarbrún 21 í Hveragerði, en jarðskjálftasprungan frá því fyrir viku liggur undir húsið hans. Húsið er steinsteypt raðhús og segir Haukur að jarðskjálftinn hafi rifið gaflinn frá húsinu.

„Þetta er meira en tvær túpur af akríl og málning,“ sagði Haukur um hvað þyrfti til að gera við húsið. Hann kvaðst þó ekki hafa orðið fyrir meira tjóni en margir aðrir í bænum. Leirtau hefði brotnað og ýmislegt fleira en ótrúlegustu hlutir einnig sloppið.

Hjá Hauki er þrennt í heimili og hefur fjölskyldan ekki sofið í húsinu eftir jarðskjálftann heldur dvalið í hjólhýsi fyrir utan heimili sitt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert