Byssumaður skaut sex til bana í mosku

Frá mosku í Kandahar í Afganistan.
Frá mosku í Kandahar í Afganistan. AFP

Byssumaður réðst inn í mosku í vesturhluta Afganistan í gærkvöldi og drap sex manns. Frá þessu greindi talsmaður ríkisstjórnarinnar í Afganistan í dag.

Íbúar á staðnum halda því fram að samfélag sjíta hafi verið skotmarkið en Abdul Mateen Qani, talsmaður innanríkisráðuneytisins, sagði að óþekktur vopnaður einstaklingur hefði skotið á fólk í mosku í Guzara-héraði.

„Sex almennir borgarar voru myrtir og einn særðist,“ skrifaði Abdul Mateen Qani á samfélagsmiðilinn X en þriggja ára barn var á meðal fórnarlambanna.

Þó að enginn hópur hafi lýst ábyrgð á árásinni eru hryðjuverkasamtökin Ríki íslams stærsta öryggisógnin í Afganistan og hafa oft gert árásir á sjítasamfélög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert