Mótmælaalda á háskólasvæðum í Bandaríkjunum

Fólk hefur verið handtekið víða í mótmælunum.
Fólk hefur verið handtekið víða í mótmælunum. AFP

Lögregla hefur handtekið mótmælendur í nokkrum háskólum í Bandaríkjunum sökum þess að þeir hafa neitað að yfirgefa háskólasvæðið þar sem mikil mótmæli vegna stríðsins á Gasasvæðinu hafa verið.

Lögregla hefur meðal annars handtekið nemendur í Virginia Tech, Columbia og University of Georgia og University of Texas auk þess sem mótmæli hafa geisað víða annars staðar.

Óeirðarlögregla var kölluð til í Texas og Greg Abbot ríkisstjóri í Texas sagði frá því á samfélagsmiðlinum X að mótmælendur mættu búast við handtökum. Ekki hefur verið sagt frá því hversu margir voru handteknir þar en þegar hafa 91 verið handteknir við mótmæli í Virginia Tech-háskólann og þar af voru 54 nemendur.

Í myndbandi sem birt hefur verið á samfélagsmiðlinum X má sjá óeirðarlögreglu og lögreglu fjarlægja þá sem eru viðstaddir mótmælin. 

Minni átök voru við Virginia Tech-háskólann þar sem handtökur voru liðna nótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert