Myndskeið: Eldfjallið blæs reykhringjum

Sígjósandi eldfjallið Etna á Sikiley blæs nú sjaldgæfum reykhringjum upp úr gíg sínum.

Sjón er sögu ríkari en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá reykhringi rísa upp til himins frá ítalska eldfjallinu.

Hringirnir eru í raun blanda af gastegundum sem þrýstast út um hringlaga gíg sem opnaðist nýlega í fjallinu.

Etna er virkasta eldfjall Evrópu og vakti síðast athygli á alþjóðavísu í september þegar gos í fjallinu olli truflunum á flugumferð í álfunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert