Danir auka útgjöld til varnarmála um 800 milljarða

Ljósmynd/Colourbox

Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að auka útgjöld til varnarmála sem nemur 40 milljörðum danskra króna næstu fimm árin, en það samsvarar rúmum 800 milljörðum íslenskra króna.

Markmiðið er að efla viðbragð og getu hersins og að sögn stjórnvalda mun upphæðin fara fram úr þeim fjárhagslegu viðmiðum sem aðildarríki NATO eiga að leggja til varnarmála árlega. 

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur greindi frá þessu í dag. 

Varnarmálaráðuneyti landsins segir að alls muni dönsk stjórnvöld verja sem nemur 40,5 milljörðum danskra króna á milli áranna 2024 til og með 2028.

Að sögn Frederiksen þýðir þetta að Danmörk mun verja 2,4% af vergri landsframleiðslu til varnarmála, sem er umfram þau 2% sem NATO miðar við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert