Trump skrefi nær framboði Repúblikana

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði betur í Suður-Karólínu.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði betur í Suður-Karólínu. AFP/Win Mcnamee

Donald Trump er einu skrefi nær framboði Repúblikanaflokksins til forseta Bandaríkjanna eftir stórstigur á Nikki Haley í Suður-Karólínu.

Forsetinn fyrrverandi sigraði í heimaríki Haley í forvali flokksins, en hann hefur tryggt sér sigur í öllum þeim fjórum ríkjum þar sem forvalinu er lokið.

Í sigurræðu sinni minntist Trump ekkert á Haley heldur lagði áherslu á forsetakosningarnar í haust. „Við ætlum að horfa beint í augun á Joe Biden,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína.

„Hann er að eyðileggja landið okkar – og við ætlum að segja: „Farðu út Joe, þú ert rekinn,“ bætti hann við.

Haley hét því að halda baráttunni áfram

Í ræðu sinni óskaði Haley andstæðingi sínum til hamingju en hét því að halda baráttunni áfram.

Kjósendur virtust ekki kippa sér upp við efasemdarorð Haley um andlega getu Trumps til að gegna forsetaembættinu, en hún hefur ítrekað sagt að það myndi skapa óreiðu.

Kannanir benda til þess að forysta Trumps aukist enn frekar eftir ofur-þriðjudaginn svonefnda 5. mars, þegar forval verður í fimmtán ríkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert