„Gæti ekki verið meira í húfi“

Joe Biden flytur ræðu í ríkinu Virginíu í gær.
Joe Biden flytur ræðu í ríkinu Virginíu í gær. AFP/Saul Loeb

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að hann muni etja kappi við Donald Trump í forsetakosningunum í nóvember.

Trump bar sigur úr býtum gegn Nikki Haley í forkosningum Repúblikana í ríkinu New Hampshire í nótt.

„Það er núna orðið ljóst að Donald Trump verður fulltrúi Repúblikanaflokksins. Og skilaboð mín til þjóðarinnar eru þau að það gæti ekki verið meira í húfi. Lýðræðið okkar. Persónulegt frelsi okkar – allt frá réttinum til að velja til réttarins til að kjósa,” sagði Biden í yfirlýsingu.

Donald Trump í New Hampshire í gær.
Donald Trump í New Hampshire í gær. AFP/Timothy A. Clary

Haley segist hvergi nærri vera af baki dottinn þrátt fyrir ósigurinn í nótt og segir kapphlaupið um útnefningu Repúblikanaflokksins „langt frá því að vera búið”.

„Þau vita að Trump er eini Repúblikaninn í landinu sem Joe Biden getur sigrað,” sagði hún.

Nikki Haley.
Nikki Haley. AFP/Joseph Prezioso
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert