Dregur framboðið til baka og styður Trump

Ron DeSantis hefur dregið framboð sitt til baka.
Ron DeSantis hefur dregið framboð sitt til baka. AFP/Giorgio Viera

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur dregið framboð sitt til baka í baráttunni um forsetatilnefningu Repúblikanaflokksins. Hann lýsir sömuleiðis yfir stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Þetta tilkynnti hann nú fyrir skömmu.

Nikki Haley síðasti mótframbjóðandi Trump

Ron DeSantis var um tíma talinn líklegastur af öllum mótframbjóðendum til að sigra Donald Trump en kosningabarátta hans náði aldrei flugi. Í síðustu viku var fyrsta kosningin í forvali Repúblikana og var það í Iowa-ríki. Hann fékk rétt rúmlega 21% atkvæði en Donald Trump rúmlega 50%.

Nú stendur aðeins einn mótframbjóðandi eftir gegn Donald Trump og það er fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu, Nikki Haley. Kosið verður á þriðjudag í New Hampshire en þar mælist Haley með nokkuð fylgi, þó mælist Trump með þokkalega mikið forskot á hana.

Donald Trump mælist með yfirburðarfylgi á landsvísu meðal Repúblikana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert