Dregur sig út úr kapphlaupinu

Tim Scott í apríl síðastliðnum.
Tim Scott í apríl síðastliðnum. AFP/Stefani Reynolds

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Tim Scott hefur ákveðið að draga sig út úr kapphlaupinu um tilnefningu Repúblikanaflokksins til næsta forsetaefnis flokksins.

Scott, sem er frá ríkinu Suður-Karólínu, vonaðist til að verða fyrsti svarti forsetinn til að verða kosinn úr röðum Repúblikanaflokksins.

Hann náði þó aðeins sjötta sæti yfir frambjóðendur flokksins í skoðanakönnunum. Með aðeins 2,5% atkvæða ákvað Scott, sem er 58 ára, að draga sig í hlé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert