Suu Kyi á yfir höfði sér fjölda ára í fangelsi

Aung San Suu Kyi.
Aung San Suu Kyi. AFP

Friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi er enn fangi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar eftir fjölda ára í framlínu frelsis- og lýðræðisbaráttu í landinu.

Suu Kyi, sem er 76 ára, var í morgun dæmd af dómstóli herforingjastjórnarinnar sek í þremur málum sem höfðuð voru gegn henni og mun sæta fjögurra ára fangelsisdómi.

Meðal þess sem henni er gefið að sök er hald á ólöglegum talstöðvum og brot á sóttvarnareglum. 

Dómarnir eru aðeins þeir fyrstu en fjöldi mála hefur verið höfðaður gegn henni og á hún yfir höfði sér fjölda ára, jafnvel áratugi, í fangelsi.

Fyrrverandi leiðtoginn í Mjanmar hefur verið í haldi hersins frá því að valdarán var framið í febrúar í fyrra og ríkisstjórninni steypt af stóli. Þar með lauk stuttu lýðræðistímabili í Mjanmar. 

Suu Kyi, sem einnig er dóttir frelsishetju í landinu, sat áður í næstum tvo áratugi í stofufangelsi undir fyrri herstjórn. 

Flokkur hennar, Lýðræðisflokkurinn (NLD), hlaut mikinn meirihluta atkvæða í kosningu í nóvember og hafi Suu Kyi búið sig undir önnur fimm ár sem leiðtogi landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert