Hert eftirlit í Austurríki

Austurríki hefur ákveðið herða eftirlit á landamærum sínum. Þetta er gert til að stemma sigu við streymi flóttamanna til landsins. Þjóðverjar kynntu sambærilegar aðgerðir í gær.

Samkvæmt Schengen-samkomulaginu er kveðið á um vegabréfalausar ferðir fólks milli aðildarlandanna. Hins vegar hafa Austurríki og Þýskaland nú beitt heimildum til undanþágu sem er leyfilegt við sérstakar aðstæður.

Austurríki segir að hermenn verði fluttir að landamærunum til að sinna eftirliti. Fyrst í stað verður eftirlitið hert við landamærin að Ungverjalandi en þaðan koma flestir flóttamennirnir til Austurríkis. Margir halda för sinni svo áfram til Þýskalands. 

Ráðherrar ríkja ESB munu hittast á neyðarfundi í Brussel síðar í dag. Á fundinum verða ræddar aðgerðir til að takast á við flóttamannavandann. Tillaga framkvæmdastjórnarinnar, frá því í maí, um hvernig deila skuli fjöldanum niður á aðildarríkin verður m.a. til umræðu.

Slóvenía, Rúmenía, Ungverjaland og Tékkland eru meðal þeirra landa sem hafa lagst gegn slíkum kvótum.

Sofandi flóttafólk á lestarstöð í Frankfurt í Þýskalandi. Þaðan kom …
Sofandi flóttafólk á lestarstöð í Frankfurt í Þýskalandi. Þaðan kom fólkið frá Austurríki. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert