Hundruð lögreglumanna að landamærunum

Velkomin til Berlínar stendur á borða sem mætti flóttafólki í …
Velkomin til Berlínar stendur á borða sem mætti flóttafólki í dag. Nú hefur landamærunum verið lokað að hluta. AFP

Hundruð þýskra lögreglumanna hafa verið fluttar að landamærum landsins til að sinna hertu eftirliti eftir ákvörðun stjórnvalda þar í landi í dag. „Við erum að færa til mörg hundruð lögreglumenn,“ segir talsmaður lögreglunnar í samtali við AFP-fréttastofuna. 

Þýsk yfirvöld ákváðu í dag að herða landamæraeftirlit, fyrst í stað við landamærin að Austurríki en þaðan hafa m.a. þúsundir flóttamanna frá Sýrlandi streymt um helgina. Talið er að um 13 þúsund flóttamenn hafi komið til München.

Uppfært kl. 19.43: Þýskir lögreglumenn eru þegar byrjaðir að stjórna landamæragæslu við landamærin frá Austurríki. Fólk er stöðvað og spurt um skilríki. Í frétt AFP-segir að þrír Sýrlendingar hafi m.a. verið stöðvaðir og látnir bíða út í vegkanti á meðan þýskir lögreglumenn rannsökuðu skilríki þeirra.

Sjá frétt mbl.is: Landamærunum að Austurríki lokað

Evr­ópu­sam­bandið seg­ir að ákvörðun Þýska­lands um að herða tíma­bundið landa­mæra­eft­ir­lit sitt und­ir­striki þá nauðsyn að aðild­ar­lönd sam­bands­ins deili ábyrgðinni við að taka við þúsund­um flótta­fólks. 

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, upp­lýsti for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, Jean-Clau­de Juncker, um ákvörðun­ina sem byggð er á und­anþágu frá Schengen-sam­starf­inu.

„Ákvörðun Þýska­lands í dag und­ir­strik­ar þá nauðsyn að samþykkja aðgerðir sem fram­kvæmda­stjórn ESB hef­ur lagt til með það að mark­miði að ná tök­um á flótta­manna­vand­an­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá fram­kvæmda­stjórn­inni.

 Juncker sagði í ræðu í síðustu viku að koma þyrfti 160 þúsund flótta­mönn­um sem­komið hafa til Grikk­lands, Ung­verja­lands og Ítal­íu fyr­ir með því að setja kvóta á aðild­ar­lönd­in. 

Inn­an­rík­is- og dóms­málaráðherr­ar ESB-landa munu funda í Brus­sel á morg­un til að skoða aðgerðaráætl­un­ina. 

Fram­kvæmda­stjórn­in bend­ir á að sam­kvæmt Schengen-sam­komu­lag­inu, sem tók gildi árið 1995, geti aðild­ar­lönd við sér­stak­ar aðstæður hert landa­mæra­eft­ir­lit sitt. Slíkt ástand sé nú uppi í Þýskalandi en flótta­menn streyma þangað frá öðrum lönd­um ESB. Sam­kvæmt Schengen-sam­komu­lag­inu eiga hæl­is­leit­end­ur að fá mál sín tek­in fyr­ir í þeim lönd­um sem þeir koma fyrst til. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert