Eigandinn ber höfuðábyrgð á hruni hússins

Verið er að hreinsa rústir byggingarinnar.
Verið er að hreinsa rústir byggingarinnar. AFP

Formaður rannsóknarnefndar sem rannsakað hefur tildrög og eftirmála þess er verksmiðja hrundi í Bangladess með eim afleiðingum að yfir 1.100 manns týndu lífi, segir að eigandi hússins beri höfuðábyrgð á slysinu. Hann hafi margbrotið byggingareglugerðir.

 Byggingin var á níu hæðum og stóð í nágrannaborg höfuðborgarinnar Dakka. Um 4.500 fataverksmiðjur eru í landinu.

 Uddin Khandaker, formaður rannsóknarnefndarinnar sagði í dag að eigandi byggingarinnar hefði orðið ríkur á svartri atvinnustarfsemi og hefði brotið fjölmörg lög og reglugerðir.

„Hann er afkvæmi rotinna stjórnmála og er tákngervingur hnignunar í okkar samfélagi.“

Khandaker segir að rannsóknarnefndin mæli með því að húseigandinn verði sóttur til saka og ákærður fyrir morð. Hann gæti því átt lífstíðarfangelsisvist yfir höfði sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert