Fundu konu á lífi í rústunum

Björgunarsveitir fundu í morgun konu á lífi í rústum byggingar sem hrundi í úthverfi Dhaka, höfuðborgar Bangladess þann 24. apríl sl., eða fyrir sextán dögum síðan.

Lík yfir eitt þúsund starfsmanna í nokkrum fataverksmiðjum sem voru til húsa í byggingunni sem hrundi.

Að sögn Ahmed Ali, slökkviliðsstjóra, var konan, sem heitir Reshmi, föst í rými á milli þverbita og súlu og væntanlega hefur hún fengið vatn að drekka þar sem björgunarsveitir hafa sprautað vatni reglulega yfir rústirnar.

Einn björgunarmanna segir í samtali við Somoy sjónvarpsstöðina að konan hafi svarað þeim þegar þeir kölluðu hvort einhver væri á lífi er leitað var í rústum Rana Plaza byggingarninnar í morgun. Hún hafi beðið þá um að bjarga sér og síðan þá hafi þeir verið í sambandi við hana. Unnið er að því að bjarga henni úr rústunum.

Unnið við hreinsun í rústunum
Unnið við hreinsun í rústunum AFP
Ættingjar bíða eftir því að sjá lík þeirra sem hafa …
Ættingjar bíða eftir því að sjá lík þeirra sem hafa fundist í rústunum AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert