Vanhæfur vegna veikinda og verður ekki dæmdur

MeT­oo - #Ég líka | 18. janúar 2023

Vanhæfur vegna veikinda og verður ekki dæmdur

Klámmyndaleikarinn Ron Jeremy hefur verið lýstur vanhæfur til þess að sitja réttarhöld vegna kynferðisbrota sem hann hefur verið kærður fyrir.

Vanhæfur vegna veikinda og verður ekki dæmdur

MeT­oo - #Ég líka | 18. janúar 2023

Jermy árið 2020, skömmu eftir handtöku.
Jermy árið 2020, skömmu eftir handtöku. AFP/David McNew

Klámmyndaleikarinn Ron Jeremy hefur verið lýstur vanhæfur til þess að sitja réttarhöld vegna kynferðisbrota sem hann hefur verið kærður fyrir.

Klámmyndaleikarinn Ron Jeremy hefur verið lýstur vanhæfur til þess að sitja réttarhöld vegna kynferðisbrota sem hann hefur verið kærður fyrir.

BBC greinir frá. 

Jeremy var ákærður fyrir í 34 liðum fyrir kynferðisafbrot, þar af tólf nauðganir, yfir tuttugu ára tímabil. 

Dómari í Los Angeles tilkynnti í dag að Jeremy gæti ekki talist hæfur til að sitja undir málsmeðferð vegna „ólæknanlegrar taugavitrænnar hrörnunar“.

Jeremy sem er 69 ára hefur setið í fangelsi frá árinu 2020. Hann neitaði ávallt sök og hét því að hreinsa mannorð sitt. Hann var ekki viðstaddur þinghald málsins í dag.

Ron Jeremy heitir réttu nafni Ronald Hyatt og hlaut frægð á áttunda áratug síðustu aldar þegar klámstjörnuferill hans tókst á loft. 

mbl.is