Við verðum að lifa í voninni

Valur Freyr Einarsson, Hilmir Snær Guðnason og Halldór Gylfason í …
Valur Freyr Einarsson, Hilmir Snær Guðnason og Halldór Gylfason í hlutverkum sínum sem Vanja frændi, Astrov læknir og Ílja í uppfærslu Borgarleikhússins á Vanja frænda. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Uppfærsla Borgarleikhússins á Vanja frænda eftir Anton Tsjekhov í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur fær lofsamlega umfjöllun í Morgunblaðinu í dag. Silja Björk Huldudóttir, gagnrýnandi blaðsins, fer fögrum orðum um uppfærsluna í leikdómi sínum og gefur henni 4,5 stjörnur. 

„Brynhildur Guðjónsdóttir vakti verðskuldaða athygli sem leikstjóri þegar hún sviðsetti magnaða uppfærslu á Ríkharði þriðjaeftir William Shakespeare fyrir sléttu ári. Stuttu eftir frumsýningu var tilkynnt að hún myndi næst leikstýra öðru stórvirki leikbókmenntanna, Vanja frænda eftir Anton Tsjekhov, í janúar 2020. Uppfærslurnar eiga það sameiginlegt að Brynhildi tekst með úthugsaðri túlkun og sviðsetningu að draga fram hversu sorglega brýn verkin tvö eru og í sterku samtali við nútímann.

Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri leggur línurnar fyrir leikara uppfærslunnar.
Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri leggur línurnar fyrir leikara uppfærslunnar. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Meðan Ríkharður kallaðist í valdabrölti sínu á við ráðamenn samtímans speglar heimur Vanja þau brýnu málefni sem snúa annars vegar að umhverfissjónarmiðum, þar sem við erum sífellt minnt á að athafnir okkar og athafnaleysi skilar komandi kynslóðum jörðinni í verra ásigkomulagi en við tókum við henni, og hins vegar misskiptingu auðs þar sem fjöldinn stritar myrkranna á milli en býr engu að síður við fátækt meðan aðrir vita ekki aura sinna tal en dettur þó ekki í hug að leggja nema smáræði af mörkum. 

Vanja frændiBorgarleikhússins gerist í rússneskri sveit í kringum aldamótin 1900. Gunnar Þorri Pétursson hefur unnið nýja og einstaklega þjála þýðingu á leikritinu sem færir tungutak persóna nær nútímaáhorfendum. Eins og Gunnar Þorri bendir á í grein sinni í leikskrá var Tsjekhov snemma gagnrýndur fyrir skort á eiginlegri atburðarás í verkinu sem fjalli aðeins um persónur sem séu fastar í óþægilegum aðstæðum. Þessa gagnrýni má hæglega heimfæra á fleiri leikrit Tsjekhovs og séu áhorfendur að leita að framvindudrifnu plotti er hætt við því að þeir verði fyrir vonbrigðum.

Unnur Ösp Stefánsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir leika Jelenu og …
Unnur Ösp Stefánsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir leika Jelenu og Sonju í Vanja frænda. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Aðal Tsjekhovs sem leikskálds felst ekki í fléttunni heldur í margbrotnum og spennandi persónum sem eru oft alls ekki samkvæmar sjálfum sér þegar kemur að leit þeirra að tilgangi lífsins, þrá eftir breytingum og hamingju, von um ást, ótta við þverrandi ungdómsþrek og eftirsjá eftir glötuðum tækifærum. Breyskleiki persónanna og samspil við aðstæður fá áhorfendur auðveldlega til að sveiflast milli samúðar og hláturs. Persónur Tsjekhovs segja iðulega eitt og gera síðan annað, sem býr til spennandi dýnamík í heimi verksins og heldur áhorfendum sífellt á tánum.

Óhætt er að segja að tónninn sé sleginn snemma í uppfærslunni þegar Marína fóstra býður Astrov lækni að þiggja te sem læknirinn afþakkar ákveðið um leið og hann tekur sér tebolla og drekkur af ákefð. Skýr lestur Brynhildar á verkinu, frábær leikaravinna, sú ákvörðun að láta persónur iðulega ávarpa áhorfendur beint, hárnákvæm tempóskipti og nærvera þögulla persóna í helstu lykilsenum magnar lífið í þessu góða leikriti og skapar sterka og heildstæða leikhúsupplifun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara,“ skrifar Silja í leikdómi sínum og fer í framhaldinu yfir frammistöðu leikara og annarra listrænna aðstandenda. 

Leikdóminn má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg