Orðrómur um yfirvofandi skilnað Bieber-hjónanna

Justin og Hailey Bieber þegar þau mættu til Grammy-verðlaunahátíðarinnar í …
Justin og Hailey Bieber þegar þau mættu til Grammy-verðlaunahátíðarinnar í Las Vegas í apríl 2022. ANGELA WEISS / AFP

Laga­höf­und­ur­inn og söngv­ar­inn, Just­in Bie­ber, og fyr­ir­sæt­an Hailey Bie­ber virðast klóra í bakk­ann sam­kvæmt orðrómi Vest­an­hafs, en skilnaður er sagður yf­ir­vof­andi.

Nokkuð víst er að Just­in hef­ur átt erfitt upp á síðkastið en hann hef­ur verið dug­leg­ur að setja inn mynd­bönd á sam­fé­lags­miðla, af sér að reykja – eitt­hvað annað en síga­rett­ur.

Allt virðist þó með kyrr­um kjör­um hjá Hailey sem setti inn mynd­ir á In­sta­gram af sér og Jack, syni þeirra Just­ins.

Jack fædd­ist í ág­úst á síðasta ári og mynd­irn­ar eru lýs­andi fyr­ir fal­legt sam­band móður og barns. Hailey lít­ur vel út á mynd­un­um, með lít­inn farða, þar sem hún horf­ir í augu son­ar síns. Þá fagnaði hún einnig alþjóðleg­um bar­áttu­degi kvenna með því að setja inn gamla bumbu­mynd af sér með orðunum: „Til ham­ingju með alþjóðleg­an bar­áttu­dag kvenna. Móður­hlut­verkið er eitt það villt­asta og sval­asta sem hægt er að gera.“

Syk­ur­sæti söngv­ar­inn virðist ekki hafa átt sjö dag­ana sæla en hann birt­ist ít­rekað á mynd­um með bauga und­ir aug­um og illa út­lít­andi. Þá er hann sagður hafa hellt sér yfir blaðaljós­mynd­ara á meðan hann snæddi morg­un­verð með Hailey í síðasta mánuði.

Á viðburði snyrti­vörumerk­is Hailey, Rhode, í Los Ang­eles í síðasta mánuði gátu viðstadd­ir ekki bet­ur séð en Just­in væri ekki al­veg edrú.

Fyr­ir aðeins tveim­ur vik­um reyndi Just­in að gera lítið úr áhyggj­um yfir hegðun sinni í viðtali við fréttamiðil­inn TMZ, en á sama tíma seg­ir heim­ild­armaður að Hailey hafi ekki staðið á sama um fram­komu hans síðustu miss­eri.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Viljirðu ná málum fram af einhverju viti þarftu að vera þolinmóður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Viljirðu ná málum fram af einhverju viti þarftu að vera þolinmóður.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant