Svavar Knútur ætlar ekki að horfa á Eurovision

Svavar Knútur tónlistamaður.
Svavar Knútur tónlistamaður. Árni Sæberg

Íslenski tónlistarmaðurinn Svavar Knútur er alfarið á móti þátttöku Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eins og svo margir aðrir.

Svavar Knútur ætlar því ekki að setjast niður fyrir framan sjónvarpið til þess að fylgjast með fyrri undankeppninni sem fram fer í skánsku borginni Malmö í kvöld.

Í staðinn ætlar tónlistarmaðurinn að eyða tíma sínum í eitthvað mun uppbyggilegra og hvetur fólk til að gera slíkt hið sama. Svavar Knútur deildi lista með hugmyndum á Facebook-síðu sinni í dag.

„Hlutir til að gera annað en að horfa á Eurovision:

1: Læra að sauma krosssaum með fjölskyldunni.
2: Mæta á samstöðutónleika og styðja við fólk í Palestínu
3: Prófa að telja upphátt upp í 27.000, sem er fjöldi kvenna og barna sem hafa verið myrt af Ísraelsher síðan 7. Október.
4. Hugleiða hvað það er ógeðslegt að ljúga um að börn hafi verið hálshöggvin til að réttlæta morð á meir en 10.000 palestínskum börnum.
5. Hugleiða að íslenskir stjórnmálamenn og fréttamiðlar hafa breitt út lygar og áróður Ísraelsríkis til að réttlæta þjóðarmorð.

Listinn er ekki tæmandi. Eurovision er ekki þess virði að henda okkar eigin mennsku og samhygð með fórnarlömbum stríðsglæpa og þjóðarmorða í ruslið,“ skrifar Svavar Knútur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg