Besti vinur Ferrell kom út úr skápnum sem transkona

Heimildamynd um vinskap leikarans og Harper Steele var frumsýnd á …
Heimildamynd um vinskap leikarans og Harper Steele var frumsýnd á Sundance nú á dögunum. FRAZER HARRISON

Heimildamyndin Will & Harper heillaði áhorfendur og gagnrýnendur upp úr skónum á Sundance kvikmyndahátíðinni á dögunum. Heimildamyndin varpar ljósi á 30 ára vinskap gamanleikarans Will Ferrell og handritshöfundarins Harper Steele, sem kom út úr skápnum sem transkona árið 2022.

Ferrell, 56 ára, og Steele, 63 ára, kynntust á miðjum tíunda áratugnum þegar þau störfuðu bæði fyrir sjónvarpsstöðina NBC við gerð gamanþáttarins Saturday Night Live, en þar komst Ferrell fyrst í sviðsljósið, enda frábær spunaleikari og eftirherma. Steele starfaði á bak við tjöldin við sketsa-skrif.

Ferðalag sem varð óvænt að heimildamynd

Gamanleikarinn og Steele settust niður með blaðamanni The Hollywood Reporter og ræddu um vinasamband sitt og ferðalagið sem varð óvænt að heimildamynd.

Steele tilkynnti vinum og vandamönnum að hún væri kona í tölvupósti. Þegar Ferrell las yfirlýsingu vinar síns þá vissi leikarinn að hann þyrfti að læra meira um trans samfélagið til að styðja við bakið á Steele.

Ferrell stakk því upp á að þau færu í tveggja vikna ferðalag þar sem þau myndu keyra frá New York til Kaliforníu og varð það að veruleika og er nú orðið að heimildamynd. Á ferðalaginu heimsóttu Ferrell og Steele matsölustaði, íþróttaleikvanga og rokkbari, en allt voru það staðir sem Steele elskaði að heimsækja en var kvíðin að stíga inn á eftir breytinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg