Prettyboitjokko stefnir á Eurovision

Patrik Atlason sem flestir þekkja sem Prettyboitjokko stefnir á að taka þátt í Eurovision 2025. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Dagmála þar sem Patrik er gestur hjá Kristínu Sif Björgvinsdóttur.

Spurður hvernig hann myndi heilla Evrópu á stóra sviðinu segir hann: „það verður að vera með gott show uppi á sviði, eitthvað stuð og stemningslag, svona Eurovision-lag og svo yrði alvöru show“.

„Lagið mun koma til mín“

Síðasta ár hefur verið lyginni líkast hjá Patrik sem hefur gefið út hvern smellinn á fætur öðrum. Hann segir að það sé gott að taka ferilinn áfram í skrefum og að Eurovision sé bæði skref áfram og uppávið. Hann geti einnig hugsað sér að byrja gefa út tónlist á ensku og á til lög á ensku sem eru þó ekki fullunnin en í vinnslu.

„Maður á að undirbúa Eurovision 2025, er það ekki?“ spyr Patrik sem er ekki þekktur fyrir að slá slöku við. 

Patrik segir að hann vilji ekki þvinga tónlistina og feril sinn áfram heldur gerist þetta allt saman frekar náttúrulega þegar kemur að tónlistinni og að þannig vilji hann hafa hlutina.

„Eurovision-lagið mun koma til mín,” segir hann en í myndskeiðinu hér að ofan ræðir Patrik um mögulegt Eurovision framlag.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins - smelltu hér til að horfa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg