Segir skilið við dramað í Selling Sunset

Heather Rae Young ásamt eiginmanni sínum Tarek El Moussa.
Heather Rae Young ásamt eiginmanni sínum Tarek El Moussa. AFP

Fasteignasalinn og raunveruleikastjarnan Heather Rae Young hefur staðfest að hún muni ekki koma fram í áttundu þáttaröð raunveruleikaþáttanna Selling Sunset. 

Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á streymisveitunni Netflix, en þeir hverfast um fasteignasala sem selja glæsilegar lúxusvillur í hlíðum Hollywood með tilheyrandi drama.

Young staðfesti það við Entertainment Tonight að hún muni ekki snúa aftur í áttundu þáttaröð Selling Sunset. Hún birti síðan mynd af sér og fyrrverandi mótleikara sínum Bre Tiesi á Instagram. 

„Andstæður á næstum öllum sviðum en urðum strax besti vinkonur – og jafnvel þótt við séum ekki lengur í sömu þáttum er vinátta okkar sterkari en nokkru sinni fyrr,“ skrifaði hún við myndina. 

Ekki kölluð til baka eftir fæðingarorlof

Young er einn af upprunalegu leikurum þáttanna sem hófu göngu sína árið 2019. Hún fór með stórt hlutverk í fyrstu sex þáttaröðunum, en fór svo í fæðingarorlof. Þegar upptökur hófust á sjöundu þáttaröðinni var Young hins vegar ekki beðin um að koma til baka, en mörgum var brugðið þegar hún var hvergi sjáanleg í auglýsingarmyndum fyrir þáttaröðina. 

„Ég er búin að vera í fæðingarorlofi og hef verið spennt að komast aftur til vinnu en hingað til hef ég ekki verið kölluð til baka,“ sagði hún á þeim tíma við E!. Young birtist hins vegar af og til í þáttunum, en var ekki hluti af aðalleikarahópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg